Fótbolti

Vissir um að Messi verði á­fram í Miami

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Forráðamenn Inter Miami hafa ekki trú á því að Messi sé á förum.
Forráðamenn Inter Miami hafa ekki trú á því að Messi sé á förum. VCG/VCG via Getty Images

Forráðamenn Inter Miami eru handvissir um það að argentínska stórstjarnan verði áfram í herbúðum liðsins á næsta ári.

Messi, sem er orðinn 38 ára gamall, hefur verið andlit liðsins, og raunar bandarísku MLS-deildarinnar allrar, frá því að hann gekk til liðs við Inter Miami árið 2023.

Samningur hans við liðið rennur út í desember á þessu ári, en félagið hefur nú þegar hafið viðræður við leikmanninn umm áframhaldandi samning.

Fyrirmenni innan Inter Miami, sem og innan MLS-deildarinnar, hafa mikla trú á því að Messi muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum, þrátt fyrir áhuga á leikmanninum frá liðum í Sádi-Arabíu.

Talið er að forráðamenn MLS-deildarinnar vilji ólmir halda Messi innan deildarinnar til að halda áfram að vekja athygli á deildinni í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári.

Messi er nú þegar orðinn markahæsti leikmaður Inter Miami frá upphafi, en hann hefur skorað 50 mörk í 63 leikjum fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×