Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 13:13 Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar með fjölskylduna eftir fjögur ár á Íslandi. Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum. Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)
Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira