Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:41 Össur Skarphéðinsson sparar gjarnan ekki stóru orðin. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira