Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2025 21:32 Kohhberger í dómsal í dag. Vísir/AP Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44