Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 20:54 Dæmi eru um að miðar séu til sölu á rúmlega sexföldu söluverði. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“