Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2025 11:28 Pétur Jökull fær ekki áheyrn Hæstaréttar. Vísir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála. Í ákvörðin Hæstaréttar um beiðni Péturs Jökuls segir að hann hefði verið sakfelldur samkvæmt ákæru í héraðsdómi og dæmdur í átta ára fangelsi. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Höfðu þegar tekið frávísunarkröfu fyrir Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu í apríl síðastliðnum. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þá hefði Landsréttur þegar tekið kröfu Péturs Jökuls um frávísun fyrir og leyst úr ágreiningi varðandi hana. Um sýknukröfu Péturs Jökuls hefði Landsréttur tekið fram að með fyrri dómi réttarins hefðu fjórir aðrir einstaklingar verið sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa ásamt óþekktum aðila staðið að innflutningi á 99,25 kílóum af kókaíni til landsins. Landsréttur hefði talið að virtum nánar tilteknum símagögnum að athugasemdir Péturs Jökuls fengju ekki haggað þeirri ályktun héraðsdóms að hann hefði á þeim tíma sem um ræddi notað nánar tiltekin Signal-auðkenni og verið í samskiptum við einn mannanna við skipulagningu fyrrgreinds brots en eitt símanúmeranna hefði einnig fundist vistað í farsíma annars mannanna. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms hafi sú niðurstaða héraðsdóms að sannað væri að Pétur Jökull hefði verið samverkamaður mannanna fjögurra. Hinn áfrýjaði dómur hefði því verið staðfestur. Taldi notkun raddgreiningar brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar Í ákvörðuninni segir Pétur Jökull hafi talið brýnt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort vísa eigi málinu frá vegna óskýrleika ákæru. Þá hafi verknaðarlýsing í ákæru verið orðuð með almennum og opnum hætti og sakfelling hans í Landsrétti byggi á öðrum atriðum en í ákæru, það er skipulagningu, milligöngu og einhvers konar stýringu erlendis frá. Enn fremur hafi hann talið að við lögreglurannsókn hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, þegar upptökur af framburði hans hjá lögreglu voru notaðar til að framkvæma raddgreiningu. Hann hafi talið að í ljósi alls þessa sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Þá sé dómurinn í andstöðu við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu en engin slík sönnunarfærsla hafi farið fram hjá Landsrétti um lykilsönnunargagn og engin vitni borið um aðkomu Péturs Jökuls að málinu. Að lokum sé mikilvægt að fá umfjöllun Hæstaréttar um þyngd viðurlaga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðis laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild sama ákvæðis til að veita áfrýjunarleyfi á grundvelli þess að dómur Landsréttar sé rangur. Beiðninni hafi því verið hafnað. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í ákvörðin Hæstaréttar um beiðni Péturs Jökuls segir að hann hefði verið sakfelldur samkvæmt ákæru í héraðsdómi og dæmdur í átta ára fangelsi. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Höfðu þegar tekið frávísunarkröfu fyrir Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu í apríl síðastliðnum. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þá hefði Landsréttur þegar tekið kröfu Péturs Jökuls um frávísun fyrir og leyst úr ágreiningi varðandi hana. Um sýknukröfu Péturs Jökuls hefði Landsréttur tekið fram að með fyrri dómi réttarins hefðu fjórir aðrir einstaklingar verið sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa ásamt óþekktum aðila staðið að innflutningi á 99,25 kílóum af kókaíni til landsins. Landsréttur hefði talið að virtum nánar tilteknum símagögnum að athugasemdir Péturs Jökuls fengju ekki haggað þeirri ályktun héraðsdóms að hann hefði á þeim tíma sem um ræddi notað nánar tiltekin Signal-auðkenni og verið í samskiptum við einn mannanna við skipulagningu fyrrgreinds brots en eitt símanúmeranna hefði einnig fundist vistað í farsíma annars mannanna. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms hafi sú niðurstaða héraðsdóms að sannað væri að Pétur Jökull hefði verið samverkamaður mannanna fjögurra. Hinn áfrýjaði dómur hefði því verið staðfestur. Taldi notkun raddgreiningar brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar Í ákvörðuninni segir Pétur Jökull hafi talið brýnt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort vísa eigi málinu frá vegna óskýrleika ákæru. Þá hafi verknaðarlýsing í ákæru verið orðuð með almennum og opnum hætti og sakfelling hans í Landsrétti byggi á öðrum atriðum en í ákæru, það er skipulagningu, milligöngu og einhvers konar stýringu erlendis frá. Enn fremur hafi hann talið að við lögreglurannsókn hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, þegar upptökur af framburði hans hjá lögreglu voru notaðar til að framkvæma raddgreiningu. Hann hafi talið að í ljósi alls þessa sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Þá sé dómurinn í andstöðu við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu en engin slík sönnunarfærsla hafi farið fram hjá Landsrétti um lykilsönnunargagn og engin vitni borið um aðkomu Péturs Jökuls að málinu. Að lokum sé mikilvægt að fá umfjöllun Hæstaréttar um þyngd viðurlaga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðis laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild sama ákvæðis til að veita áfrýjunarleyfi á grundvelli þess að dómur Landsréttar sé rangur. Beiðninni hafi því verið hafnað.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira