Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 11:58 Bubbi Morthens hefur miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans. Vísir/Vilhelm Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir. Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“ Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“
Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00