Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2025 20:03 Björn Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfossóknar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira