Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2025 20:03 Björn Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfossóknar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira