Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:01 Skjáskot af færslu sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti á samfélagsmiðlum í gærmorgun. Vísir Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira