Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 00:04 Geir Ólafs segir að fari menn rétt með gervigreindina muni hún aðeins hjálpa tónlistarmönnum. Vísir/Vilhelm Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki. Í vikunni var Bubbi til viðtals hjá fréttastofunni vegna tímamótasamnings sem hann gerði við Öldu Music, sem kveður á um að fyrirtækið eignist allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Í viðtalinu lýsti hann yfir miklum áhyggjum af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk,“ sagði Bubbi. Framkvæmdastjóri STEF tók undir að mörgu leyti og sagði að um væri að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standa frammi fyrir. Eins og að gagnrýna autopilot í flugvélum Geir Ólafs hefur aðra sýn á þessa þróun og segir að ekki megi tala tæknina svona niður. „Tæknin í músikbransanum, henni hefur fleygt þannig fram að hún er orðin mjög auðveld í notkun fyrir fólk sem kann að fara með hana.“ „Hvað varðar listina að semja lög, hafa sans fyrir því, það gerir það enginn fyrir þig. Ef að þú gerir það sjálfur ert þú að gera það að þínu,“ segir Geir. Þá fer Geir að tala um að tæknin hafi lengi aðstoðað fólk við gerð tónlistar. „Það eru til, og hafa verið til í áratugi tónlistarforrit þar sem þú getur tekið strengjasveit, sinfóníuhljómsveit, eða verið með trommuheila, trommusampler, þar sem alvöru trommarar eru á bak við.“ „Þetta hefur verið í þróun í mörg ár, sérstaklega í þessum tónlistarforritum sem menn nota þegar þeir útsetja. Til dæmis Síbelíus, ef þú stendur á gati í útsetningum, þá spyrðu bara Síbelíus og hann kemur með hundrað tillögur.“ Í framhjáhlaupi nefnir Geir að hann sé með Eurovision-lag í undirbúningi. „Þetta er löngu byrjað, fyrir löngu síðan. Þetta er búið að vera í svo mikilli þróun. Það gengur ekki að koma fram og gagnrýna tæknina, það er bara eins og að gagnrýna að autopilot sé í flugvélum.“ „Þetta er notað til að hjálpa manni að skapa, fá hugmyndir,“ segir Geir. Hann kveðst þó sjálfur ekki nota gervigreind til að hjálpa sér að semja lög. „Maður hefur reynt að nota þetta til að fá hugmyndir en það hefur aldrei heillað mig. Það sem hefur heillað mig er að ég hef gert þetta sjálfur.“ „Það má ekki tala niður gervigreindina með þessum hætti. Að það sé verið að ráðast á listgreinina ... það mun aldrei taka frá fólki sköpunargáfuna. Þú hefur hana eða hefur hana ekki.“ „Það er algjörlega af og frá að þessi gervigreind sé að fara taka frá fólki sköpunargáfuna,“ segir Geir Ólafsson. Gervigreind Tónlist Tengdar fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. 2. júlí 2025 18:59 Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. 24. október 2023 06:46 Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012.“ 24. september 2020 15:32 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Í vikunni var Bubbi til viðtals hjá fréttastofunni vegna tímamótasamnings sem hann gerði við Öldu Music, sem kveður á um að fyrirtækið eignist allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Í viðtalinu lýsti hann yfir miklum áhyggjum af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk,“ sagði Bubbi. Framkvæmdastjóri STEF tók undir að mörgu leyti og sagði að um væri að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standa frammi fyrir. Eins og að gagnrýna autopilot í flugvélum Geir Ólafs hefur aðra sýn á þessa þróun og segir að ekki megi tala tæknina svona niður. „Tæknin í músikbransanum, henni hefur fleygt þannig fram að hún er orðin mjög auðveld í notkun fyrir fólk sem kann að fara með hana.“ „Hvað varðar listina að semja lög, hafa sans fyrir því, það gerir það enginn fyrir þig. Ef að þú gerir það sjálfur ert þú að gera það að þínu,“ segir Geir. Þá fer Geir að tala um að tæknin hafi lengi aðstoðað fólk við gerð tónlistar. „Það eru til, og hafa verið til í áratugi tónlistarforrit þar sem þú getur tekið strengjasveit, sinfóníuhljómsveit, eða verið með trommuheila, trommusampler, þar sem alvöru trommarar eru á bak við.“ „Þetta hefur verið í þróun í mörg ár, sérstaklega í þessum tónlistarforritum sem menn nota þegar þeir útsetja. Til dæmis Síbelíus, ef þú stendur á gati í útsetningum, þá spyrðu bara Síbelíus og hann kemur með hundrað tillögur.“ Í framhjáhlaupi nefnir Geir að hann sé með Eurovision-lag í undirbúningi. „Þetta er löngu byrjað, fyrir löngu síðan. Þetta er búið að vera í svo mikilli þróun. Það gengur ekki að koma fram og gagnrýna tæknina, það er bara eins og að gagnrýna að autopilot sé í flugvélum.“ „Þetta er notað til að hjálpa manni að skapa, fá hugmyndir,“ segir Geir. Hann kveðst þó sjálfur ekki nota gervigreind til að hjálpa sér að semja lög. „Maður hefur reynt að nota þetta til að fá hugmyndir en það hefur aldrei heillað mig. Það sem hefur heillað mig er að ég hef gert þetta sjálfur.“ „Það má ekki tala niður gervigreindina með þessum hætti. Að það sé verið að ráðast á listgreinina ... það mun aldrei taka frá fólki sköpunargáfuna. Þú hefur hana eða hefur hana ekki.“ „Það er algjörlega af og frá að þessi gervigreind sé að fara taka frá fólki sköpunargáfuna,“ segir Geir Ólafsson.
Gervigreind Tónlist Tengdar fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. 2. júlí 2025 18:59 Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. 24. október 2023 06:46 Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012.“ 24. september 2020 15:32 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. 2. júlí 2025 18:59
Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. 24. október 2023 06:46
Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012.“ 24. september 2020 15:32