Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2025 12:21 Áhugi á íslenska rabarbaranum hefur aukist mikið hjá landsmönnum eftir að Rabarbarafélag Íslands varð til með sérstakri síðu á Facebook. Aðsend Rabarbari og allt það helsta í kringum þá plöntu verður í aðalhlutverk á Árbæjarsafni í dag því þar fer fram fræðsla og verklega kennsla í flestu því sem kemur að því að búa til rabarbaragarð, hugsa um garðinn, taka upp rabarbara og að útbúa rabarbarasultu. Rabarbaranámskeiðið, sem stendur frá klukkan eitt til fjögur í dag var fljótt að fyllast enda mikill áhugi á rabarbaranum um þessar mundir en 25 eru á námskeiðinu, sem Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur er með er um örnámskeið í rabarbara fræðum er að ræða. „Og þar er ég sem sagt að kenna fólki hvernig á að búa til rabarbaragarð og huga að honum og sem sagt einnig að taka upp rabarbara og svo ætla ég að gera sultu með fólki,” segir Björk og bætir við. „Ég er í Rabarbarafélagi Íslands, sem var stofnað núna í mars á þessu ári á Blönduósi og við erum svona að vekja upp áhuga á rabarbaranum á ný og líka hvað hann er mikilvæg auðlind.” Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, sem verður með rabarbara námskeiðið í Árbæjarsafni í dag.Aðsend Björk er mjög hrifin af rabarbara enda hægt að nýta hann í svo ótal margt. „Þetta er lækningajurt rótin og litunarjurt rótin, hún er gul. Og það er hægt að gera vín og kökur, sultur og saft og allskonar drykki úr rabarbara. Þetta er alveg stórkostlega skemmtileg planta,” segir Björk Ert þú rabarbara drottning Íslands? „Nei, ég myndi nú ekki segja það en ég hef rosalegan áhuga á plöntum og þjóðtrú og lækningamátt jurta og sögum, sem fylgja plöntum Þannig að mér finnst ofsalega gaman að fræða mig og aðra um plöntur og sögur þeirra,” segir Björk að lokum kát og hress. Séð inn í Rabarbara rót, lækningar- og litunarjurt.Aðsend Facebooksíða Rabarbarafélags Íslands Reykjavík Landbúnaður Félagasamtök Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Rabarbaranámskeiðið, sem stendur frá klukkan eitt til fjögur í dag var fljótt að fyllast enda mikill áhugi á rabarbaranum um þessar mundir en 25 eru á námskeiðinu, sem Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur er með er um örnámskeið í rabarbara fræðum er að ræða. „Og þar er ég sem sagt að kenna fólki hvernig á að búa til rabarbaragarð og huga að honum og sem sagt einnig að taka upp rabarbara og svo ætla ég að gera sultu með fólki,” segir Björk og bætir við. „Ég er í Rabarbarafélagi Íslands, sem var stofnað núna í mars á þessu ári á Blönduósi og við erum svona að vekja upp áhuga á rabarbaranum á ný og líka hvað hann er mikilvæg auðlind.” Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, sem verður með rabarbara námskeiðið í Árbæjarsafni í dag.Aðsend Björk er mjög hrifin af rabarbara enda hægt að nýta hann í svo ótal margt. „Þetta er lækningajurt rótin og litunarjurt rótin, hún er gul. Og það er hægt að gera vín og kökur, sultur og saft og allskonar drykki úr rabarbara. Þetta er alveg stórkostlega skemmtileg planta,” segir Björk Ert þú rabarbara drottning Íslands? „Nei, ég myndi nú ekki segja það en ég hef rosalegan áhuga á plöntum og þjóðtrú og lækningamátt jurta og sögum, sem fylgja plöntum Þannig að mér finnst ofsalega gaman að fræða mig og aðra um plöntur og sögur þeirra,” segir Björk að lokum kát og hress. Séð inn í Rabarbara rót, lækningar- og litunarjurt.Aðsend Facebooksíða Rabarbarafélags Íslands
Reykjavík Landbúnaður Félagasamtök Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira