Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 11:41 Lögreglumaður á vettvangi stunguárásarinnar við Ratina-verslunarmiðstöðina í Tampere í Finnlandi í gær. AP/Saara Peltola/Lehtikuva Lögreglan í Tampere í Finnlandi telur ekki að stunguárás í miðborginni í gær hafi verið hryðjuverk eða rasísk árás. Finnskur karlmaður á þrítugsaldri stakk og særði fernt fyrir utan verslunarmiðstöð. Hann segist ekki hafa þekkt fórnarlömb sín og valið þau af handahófi. Árásin átti sér stað nærri Ratina-verslunarmiðstöðinni í miðborg Tampere síðdegis í gær. Tuttugu og þriggja ára gamall finnskur karlmaður stakk þrjár konur og einn karlmann og segir finnska ríkisútvarpið að einhver fórnarlambanna séu alvarlega særð. Árásarmaðurinn streittist ekki á móti lögreglu og var færður í varðhald strax. Sakari Tuominen, yfirlögregluþjónn, sagði fréttamönnum að árásin hefði aðeins staðið yfir í örfáar mínútur. Hugsalegt sé að árásarmaðurinn verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sagður hafa játað sök en neitað að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverka eða verið knúinn áfram af kynþáttahyggju eða pólitískum skoðunum. Hann myndi ekki á hvern hann réðst en hann hafi ekki þekkt fólkið. „Sá grunaði sagði að allir væru óvinir og að hann hafi viljað binda enda á sínar eigin þjáningar á þennan hátt,“ sagði Tuominen. Grunur leikur á að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum þegar hann framdi ódæðið en niðurstöður rannsókna á því lágu ekki fyrir í gær. Maðurinn á sakaferil að baki og var síðast dæmdur til fangelsisvistar í síðasta mánuði. Lögreglan segir óljóst hvers vegna hann gekk laus. Hann var sakfelldur fyrir stunguárás í heimahúsi árið 2023 og er með dóma á bakinu fyrir vopnuð rán. Finnland Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Árásin átti sér stað nærri Ratina-verslunarmiðstöðinni í miðborg Tampere síðdegis í gær. Tuttugu og þriggja ára gamall finnskur karlmaður stakk þrjár konur og einn karlmann og segir finnska ríkisútvarpið að einhver fórnarlambanna séu alvarlega særð. Árásarmaðurinn streittist ekki á móti lögreglu og var færður í varðhald strax. Sakari Tuominen, yfirlögregluþjónn, sagði fréttamönnum að árásin hefði aðeins staðið yfir í örfáar mínútur. Hugsalegt sé að árásarmaðurinn verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sagður hafa játað sök en neitað að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverka eða verið knúinn áfram af kynþáttahyggju eða pólitískum skoðunum. Hann myndi ekki á hvern hann réðst en hann hafi ekki þekkt fólkið. „Sá grunaði sagði að allir væru óvinir og að hann hafi viljað binda enda á sínar eigin þjáningar á þennan hátt,“ sagði Tuominen. Grunur leikur á að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum þegar hann framdi ódæðið en niðurstöður rannsókna á því lágu ekki fyrir í gær. Maðurinn á sakaferil að baki og var síðast dæmdur til fangelsisvistar í síðasta mánuði. Lögreglan segir óljóst hvers vegna hann gekk laus. Hann var sakfelldur fyrir stunguárás í heimahúsi árið 2023 og er með dóma á bakinu fyrir vopnuð rán.
Finnland Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila