Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 11:41 Lögreglumaður á vettvangi stunguárásarinnar við Ratina-verslunarmiðstöðina í Tampere í Finnlandi í gær. AP/Saara Peltola/Lehtikuva Lögreglan í Tampere í Finnlandi telur ekki að stunguárás í miðborginni í gær hafi verið hryðjuverk eða rasísk árás. Finnskur karlmaður á þrítugsaldri stakk og særði fernt fyrir utan verslunarmiðstöð. Hann segist ekki hafa þekkt fórnarlömb sín og valið þau af handahófi. Árásin átti sér stað nærri Ratina-verslunarmiðstöðinni í miðborg Tampere síðdegis í gær. Tuttugu og þriggja ára gamall finnskur karlmaður stakk þrjár konur og einn karlmann og segir finnska ríkisútvarpið að einhver fórnarlambanna séu alvarlega særð. Árásarmaðurinn streittist ekki á móti lögreglu og var færður í varðhald strax. Sakari Tuominen, yfirlögregluþjónn, sagði fréttamönnum að árásin hefði aðeins staðið yfir í örfáar mínútur. Hugsalegt sé að árásarmaðurinn verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sagður hafa játað sök en neitað að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverka eða verið knúinn áfram af kynþáttahyggju eða pólitískum skoðunum. Hann myndi ekki á hvern hann réðst en hann hafi ekki þekkt fólkið. „Sá grunaði sagði að allir væru óvinir og að hann hafi viljað binda enda á sínar eigin þjáningar á þennan hátt,“ sagði Tuominen. Grunur leikur á að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum þegar hann framdi ódæðið en niðurstöður rannsókna á því lágu ekki fyrir í gær. Maðurinn á sakaferil að baki og var síðast dæmdur til fangelsisvistar í síðasta mánuði. Lögreglan segir óljóst hvers vegna hann gekk laus. Hann var sakfelldur fyrir stunguárás í heimahúsi árið 2023 og er með dóma á bakinu fyrir vopnuð rán. Finnland Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Árásin átti sér stað nærri Ratina-verslunarmiðstöðinni í miðborg Tampere síðdegis í gær. Tuttugu og þriggja ára gamall finnskur karlmaður stakk þrjár konur og einn karlmann og segir finnska ríkisútvarpið að einhver fórnarlambanna séu alvarlega særð. Árásarmaðurinn streittist ekki á móti lögreglu og var færður í varðhald strax. Sakari Tuominen, yfirlögregluþjónn, sagði fréttamönnum að árásin hefði aðeins staðið yfir í örfáar mínútur. Hugsalegt sé að árásarmaðurinn verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sagður hafa játað sök en neitað að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverka eða verið knúinn áfram af kynþáttahyggju eða pólitískum skoðunum. Hann myndi ekki á hvern hann réðst en hann hafi ekki þekkt fólkið. „Sá grunaði sagði að allir væru óvinir og að hann hafi viljað binda enda á sínar eigin þjáningar á þennan hátt,“ sagði Tuominen. Grunur leikur á að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum þegar hann framdi ódæðið en niðurstöður rannsókna á því lágu ekki fyrir í gær. Maðurinn á sakaferil að baki og var síðast dæmdur til fangelsisvistar í síðasta mánuði. Lögreglan segir óljóst hvers vegna hann gekk laus. Hann var sakfelldur fyrir stunguárás í heimahúsi árið 2023 og er með dóma á bakinu fyrir vopnuð rán.
Finnland Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira