Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 08:16 Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, rekur heilsufyrirtækið Just Björn. Vísir/Samsett Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, óskaði á föstudag Bandaríkjamönnum til hamingju þjóðhátíðardag sinn og sagði að fagna skyldi frelsinu „okkar.“ Á sautjánda júní birti hann fræðifærslu um meltingargerla. Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum. Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum.
Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira