Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 12:11 Silja Bára R. Ómarsdóttir rektor segir að raunkostnaður við skráningu í Háskóla Íslands sé metinn á 180 þúsund krónur en helst vill hún að framlög ríkisisn séu aukin, annars þurfi ráðherra að leyfa skólanum ða hækka skrásetningagjald. Vísir/Anton Brink Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar. Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira