Innlent

Stutt í land í þinginu og spenna fyrir lands­leik

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf. Vísir

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málþóf stjórnarandstöðunna hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin en minnihlutinn vill málið af dagskrá þingsins. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn. Prófessor í stjórnmálafræði telur stutt í land.

Fimmtíu og einn hefur nú fundist látinn vegna flóðanna í Texas og 27 stúlkna, sem voru staddar í sumarbúðum, er enn leitað. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna hættu á frekari flóðum.

Írskir dagar fóru fram með ró og spekt um helgina. Víða voru bæjarhátíðir þessa helgi og því má eiga von á þungri umferð. Lögregla mun sinna virku umferðareftirliti í dag.

Mikill áhugi er meðal landsmanna á rabarbara, sem finna má í flestum húsgörðum. Árbæjarsafn verður í dag með fræðslu um plöntuna og kennslu um hvernig megi nýta hana. 

Mikil spenna er í loftinu fyrir leik kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Sviss sem fer fram í kvöld. Við verðum í beinni frá Sviss. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×