Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 16:21 Anna Lindh var utanríkisráðherra úr röðum sósíaldemókrata en henni var banað árið 2003. Getty Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás. Svíþjóð Fangelsismál Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás.
Svíþjóð Fangelsismál Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila