Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 16:21 Anna Lindh var utanríkisráðherra úr röðum sósíaldemókrata en henni var banað árið 2003. Getty Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás. Svíþjóð Fangelsismál Erlend sakamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás.
Svíþjóð Fangelsismál Erlend sakamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira