Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2025 20:07 Systurnar í Lindartúni í Vestur-Landeyjum með Prins Greifa sinn en þetta eru þær frá vinstri, María Brá, Ronja Bella og Bríet Auður. Eins og sjá má er hesturinn mjög fallegur og sérstakur á litinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu. Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira