Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 06:32 DJ Carey var hurling hetja en hér sést hann í golfi fyrir nokkrum árum og svo með iPhone snúruna í nefinu. Getty/Ramsey Cardy DJ Carey var þjóðarhetja á Írlandi eftir afrek sín á íþróttasviðinu en nú hefur hann viðurkennt fjársvik og beðið mikinn álitshnekki í heimalandinu. Hinn 54 ára gamli Carey hafði pening af fólki í næstum áratug með því að þykjast vera með krabbamein. Hann var kærður fyrir tíu mismunandi fjársvik og játaði sök fyrir dómstól í Dublin. Breskir fjölmiðlar segja frá en líka Sportbladet. Á árunum 2014 til 2022 fékk hann fólk til að gefa honum pening vegna baráttu hans við krabbamein. Myndin af DJ Carey með iPhone snúruna upp í nefinu.Sportbladet Carey falsaði myndir á samfélagsmiðlum sem sýnduveikindi hans og sendi þau fólki til að sníkja pening. Hann sést þar liggja í rúmi með slöngu upp í nefið. Þessi slanga var víst iPhone snúra sem hann límdi upp í nefið. Einn af þeim sem hann plataði til að gefa sér pening var milljarðamæringurinn Denis O’Brien. Carey er laus gegn tryggingu en dómurinn gegn honum mun falla 29. október næstkomandi. Carey viðurkenndi fyrir dómara að hafa þóst vera með krabbamein en lagði áherslu á það að hann hafi glímt við annars konar heilsuvandamál á þessum tíma. Þar á meðal var hann að eiga við hjartavandmál. DJ Carey var mikil íþróttastjarna á Írlandi. Hann varð fimm sinnum Írlandsmeistari og var níu sinnum valinn í stjörnuliðið. Carey keppti í hurling sem er hópíþrótt af keltneskum uppruna sem spiluð er utan dyra með spýtum og kúlu. Hurling er ein af þjóðaríþróttum Írlands en ekki mikið spiluð í öðrum löndum heimsins. Carey hafði áður komið sér í fréttirnar vegna mikilla fjárhagsvandræða. Írland Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Hinn 54 ára gamli Carey hafði pening af fólki í næstum áratug með því að þykjast vera með krabbamein. Hann var kærður fyrir tíu mismunandi fjársvik og játaði sök fyrir dómstól í Dublin. Breskir fjölmiðlar segja frá en líka Sportbladet. Á árunum 2014 til 2022 fékk hann fólk til að gefa honum pening vegna baráttu hans við krabbamein. Myndin af DJ Carey með iPhone snúruna upp í nefinu.Sportbladet Carey falsaði myndir á samfélagsmiðlum sem sýnduveikindi hans og sendi þau fólki til að sníkja pening. Hann sést þar liggja í rúmi með slöngu upp í nefið. Þessi slanga var víst iPhone snúra sem hann límdi upp í nefið. Einn af þeim sem hann plataði til að gefa sér pening var milljarðamæringurinn Denis O’Brien. Carey er laus gegn tryggingu en dómurinn gegn honum mun falla 29. október næstkomandi. Carey viðurkenndi fyrir dómara að hafa þóst vera með krabbamein en lagði áherslu á það að hann hafi glímt við annars konar heilsuvandamál á þessum tíma. Þar á meðal var hann að eiga við hjartavandmál. DJ Carey var mikil íþróttastjarna á Írlandi. Hann varð fimm sinnum Írlandsmeistari og var níu sinnum valinn í stjörnuliðið. Carey keppti í hurling sem er hópíþrótt af keltneskum uppruna sem spiluð er utan dyra með spýtum og kúlu. Hurling er ein af þjóðaríþróttum Írlands en ekki mikið spiluð í öðrum löndum heimsins. Carey hafði áður komið sér í fréttirnar vegna mikilla fjárhagsvandræða.
Írland Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira