Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 16:32 Martin Zubimendi er mjög ánægður með að vera kominn til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Martin Zubimendi varð um helgina nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Sjá meira
Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal)
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Sjá meira