Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar 7. júlí 2025 11:32 Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun