„Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 13:01 Logi Einarsson segir langtímaverkefni að snúa við fjármögnun háskólakerfisins. Vísir/Vilhelm Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira