Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 20:20 Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. vísir/lýður Valberg Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira