Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Hildur segir fjölda stjórnarandstöðuþingmanna í salnum ekki skipta máli, þar sem meirihlutinn haldi á dagksrárvaldinu. Vísir/Anton Brink Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira