Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Einhverjir klifruðu upp og renndu sér niður. Ingólfur Jóhannsson Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. „Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa vinsælt. Krakkarnir eru glöð með hann. Ég var með eldri borgara sem ganga í skóginum vikulega. Þau voru orðin svo forvitin og þau sem voru sprækust fóru í rennibrautina. Það er smá maus að klifra þarna upp.“ Hann segir hópinn labba um skóginn vikulega og hafi verið orðin mjög spennt. Þau hafi komið 70 saman í morgun og borðuðu popp og léku sér í leiktækjunum. „Krakkarnir þurftu bara að bíða rólegir á meðan,“ segir Ingólfur léttur. Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson Leikturninn sjálfur er framleiddur af Lappset í Finnlandi (Moomin play) og er settur upp með samþykki rétthafa. Ingólfur segir uppsetningu þannig ekki frábrugðna uppsetningu annarra leiktækja. „Þetta er bara mannvirki sem er framleitt með leyfi. Ég hef verið í samskipti við rétthafa og fékk bréf að málinu væri lokið af þeirra hálfu,“ segir Ingólfur. Til stóð að kalla leiksvæðið Múmínlundinn en vegna höfundarréttarmála er það ekki hægt. Ingólfur segir skógræktina, Akureyrarbæ og Moomin Characters enn í viðræðum um það og það verði ekkert gert fyrr en þau komast að niðurstöðu um það. Sumir fengu sér popp á meðan aðrir klifruðu. Ingólfur Jóhannsson „Það er ekkert ákveðið með það. Við erum komin í viðræður um hvað við gerum og hvort og hvernig. Við vinnum það í samráði við framleiðendur og rétthafa. Ef verður af einhverju slíku verður það með fullu leyfi og það er fullur vilji hjá þeim að hjálpa okkur með það ef hlutirnir æxlast þannig.“ Í síðustu viku var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um múmínálfana. Um 70 eldri borgarar á vegum EBAK komu saman í Kjarnaskógi í morgun í vikulegri göngu og skoðuðu múmínturninn. Ingólfur Jóhannsson Eigendur vörumerkisins múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. Það var löng biðröð að komast í kastalann. Ingólfur Jóhannsson Það er alltaf gaman að renna sér niður. Ingólfur Jóhannsson
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Eldri borgarar Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32 Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48 „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29. júní 2025 18:32
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. 27. júní 2025 18:48
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27