Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 07:00 Frá æfingu finnska hersins fyrr á árinu. EPA/Pirjo Tuominen Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í júní var greint frá því að Ísland tæki þátt í svokölluðum framvarðarsveitum bandalagsins í norðanverðu Finnlandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir utanríkisráðuneytið að sveitinni sé ætlað að styðja við æfingar og viðveru hreyfanlegs liðsafla frá bandalagsríkjum. „Miðstöðin sem styður við verkefnið og liðsaflann sem kemur til Finnlands, samanstendur af hermönnum og borgarlegu starfsfólki og mun Íslands leggja til borgaralega starfsmenn eins og víða innan Atlantshafsbandalagsins m.a. í Eystrasaltsríkjunum og í fjölmörgum herstjórnarmiðstöðvum bandalagsins,“ segir ráðuneytið. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ákváðu 14. júní á síðasta ári að setja það á laggirnar en Svíþjóð sér svokallað leiðandi ríki og sér um mestu undirbúningsvinnuna ásamt Finnlandi sem gistiríki. Verkefnið verður fullunnið árið 2027 og því liggur eðli þátttöku Íslands í því ekki ljóst fyrir. Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsisins, tekur sem dæmi um íslensk framlög til framvarðarsveitarinnar upplýsingafulltrúa og pólitíska ráðgjafa. Eftir leiðtogafundinn í júní var svo loks greint frekar frá verkefninu og fram kom að ásamt Íslandi og fyrrnefndum Norðurlöndum tækju einnig þátt Danmörk, Frakkland, Noregur og Bretland. Það vakti athygli í Svíþjóð vikunni að Bandaríkin hygðust ekki taka þátt í verkefninu. Greint var frá því á vefum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta þátttökuþjóða að verkefnið sendi skýr skilaboð um viðbragðsstöðu bandalagsins gagnvart óvinum úr austri, jafnt við Svartahafið og í hánorðri. Herstjórnarmiðstöðvarnar sem Íslendingar munu taka þátt í að sinna verða staðsettar í Rovaniemi- og Sodankylä í norðanverðu Finnlandi og sunnanverðu Samalandi. „Með því að skapa aðstæður til skjótvirkrar móttöku, samþættingar og viðbúnaðar bandalagsherdeilda á svæðinu mun framvarðarsveitin í Finnlandi styrkja varnarstöðu og fælingarmátt Atlantshafsbandalagsins gagnvart Rússlandi,“ segir í tilkynningu varnar- og utanríkismálaráðuneyta þátttökuþjóða. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland NATO Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í júní var greint frá því að Ísland tæki þátt í svokölluðum framvarðarsveitum bandalagsins í norðanverðu Finnlandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir utanríkisráðuneytið að sveitinni sé ætlað að styðja við æfingar og viðveru hreyfanlegs liðsafla frá bandalagsríkjum. „Miðstöðin sem styður við verkefnið og liðsaflann sem kemur til Finnlands, samanstendur af hermönnum og borgarlegu starfsfólki og mun Íslands leggja til borgaralega starfsmenn eins og víða innan Atlantshafsbandalagsins m.a. í Eystrasaltsríkjunum og í fjölmörgum herstjórnarmiðstöðvum bandalagsins,“ segir ráðuneytið. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ákváðu 14. júní á síðasta ári að setja það á laggirnar en Svíþjóð sér svokallað leiðandi ríki og sér um mestu undirbúningsvinnuna ásamt Finnlandi sem gistiríki. Verkefnið verður fullunnið árið 2027 og því liggur eðli þátttöku Íslands í því ekki ljóst fyrir. Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsisins, tekur sem dæmi um íslensk framlög til framvarðarsveitarinnar upplýsingafulltrúa og pólitíska ráðgjafa. Eftir leiðtogafundinn í júní var svo loks greint frekar frá verkefninu og fram kom að ásamt Íslandi og fyrrnefndum Norðurlöndum tækju einnig þátt Danmörk, Frakkland, Noregur og Bretland. Það vakti athygli í Svíþjóð vikunni að Bandaríkin hygðust ekki taka þátt í verkefninu. Greint var frá því á vefum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta þátttökuþjóða að verkefnið sendi skýr skilaboð um viðbragðsstöðu bandalagsins gagnvart óvinum úr austri, jafnt við Svartahafið og í hánorðri. Herstjórnarmiðstöðvarnar sem Íslendingar munu taka þátt í að sinna verða staðsettar í Rovaniemi- og Sodankylä í norðanverðu Finnlandi og sunnanverðu Samalandi. „Með því að skapa aðstæður til skjótvirkrar móttöku, samþættingar og viðbúnaðar bandalagsherdeilda á svæðinu mun framvarðarsveitin í Finnlandi styrkja varnarstöðu og fælingarmátt Atlantshafsbandalagsins gagnvart Rússlandi,“ segir í tilkynningu varnar- og utanríkismálaráðuneyta þátttökuþjóða.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland NATO Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira