Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 10:57 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent