Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 11:29 Þorgerður Katrín fór ekki leynt með óánægju sína með framferði stjórnarandstöðunnar. Vísir/Ívar Fannar Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira