„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júlí 2025 12:09 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stöðuna alvarlega. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira