Kaffi heldur áfram að hækka í verði Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 12:53 ASÍ greinir breytingar í verðlagi reglulega. Vísir/Anton Brink Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins, sem mælir breytingar á mikilvægustu daglegu innkaupum heimilanna í matvöruverslunum, hækkaði um 0,31 prósent í júní miðað við maí. Þetta er talsvert minni hækkun en mánuðina á undan, þar sem hækkunin hefur verið yfir hálfu prósenti á mánuði. Frá þessu er greint í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Verðlag Kjörbúðarinnar hækkaði samkvæmt tilkynningunni mest í júní, eða um 0,85 prósent. í tilkynningu segir að þetta virðist vera lokahnykkur mikilla hækkana í þeirri verslun frá áramótum, en samkvæmt mælingu júlímánaðar er hækkunin nú 0,1 prósent milli mánaða. Kaffi heldur áfram að hækka hratt í öllum flokkum nema kaffihylkjum. Verð á möluðu kaffi hefur hækkað að meðaltali um 14 prósent frá janúarmánuði í Bónus, Krónunni og Prís. Baunir hafa hækkað að meðaltali um 22 prósent í verði, um næstum fjórðung. Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins hefur verið nokkru undir verðbólgumælingum Hagstofunnar það sem af er ári. Þetta skýrist að hluta af því að verðlagseftirlitið hefur ekki vigtað stakar vörur innan flokka, enda sölumagn hverrar vöru fyrir sig ekki opinbert. Engu að síður má skoða stór íslensk vörumerki og athuga hvort hækkanir þeirra hafi verið frábrugðnar meðalhækkunum í stórum matvöruverslunum. Svo virðist sannarlega vera. Stór íslensk vörumerki hafa hækkað um 7 prósent á meðan aðrar vörur hafa hækkað um 2 prósent, þrefalt hraðar, frá undirritun kjarasamninga. Hækkanir á þessum söluháu vörumerkjum hafa því haft meiri áhrif á veskið en vísitalan gefur til kynna. Vörumerkin sem voru skoðuð eru Gæðabakstur, MS, Kristall, llab, Sómi, SS, Ali, Myllan, Nói Síríus, 1944 Stjörnugrís og Íslandsnaut. Matvöruverslun Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Verðlag Kjörbúðarinnar hækkaði samkvæmt tilkynningunni mest í júní, eða um 0,85 prósent. í tilkynningu segir að þetta virðist vera lokahnykkur mikilla hækkana í þeirri verslun frá áramótum, en samkvæmt mælingu júlímánaðar er hækkunin nú 0,1 prósent milli mánaða. Kaffi heldur áfram að hækka hratt í öllum flokkum nema kaffihylkjum. Verð á möluðu kaffi hefur hækkað að meðaltali um 14 prósent frá janúarmánuði í Bónus, Krónunni og Prís. Baunir hafa hækkað að meðaltali um 22 prósent í verði, um næstum fjórðung. Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins hefur verið nokkru undir verðbólgumælingum Hagstofunnar það sem af er ári. Þetta skýrist að hluta af því að verðlagseftirlitið hefur ekki vigtað stakar vörur innan flokka, enda sölumagn hverrar vöru fyrir sig ekki opinbert. Engu að síður má skoða stór íslensk vörumerki og athuga hvort hækkanir þeirra hafi verið frábrugðnar meðalhækkunum í stórum matvöruverslunum. Svo virðist sannarlega vera. Stór íslensk vörumerki hafa hækkað um 7 prósent á meðan aðrar vörur hafa hækkað um 2 prósent, þrefalt hraðar, frá undirritun kjarasamninga. Hækkanir á þessum söluháu vörumerkjum hafa því haft meiri áhrif á veskið en vísitalan gefur til kynna. Vörumerkin sem voru skoðuð eru Gæðabakstur, MS, Kristall, llab, Sómi, SS, Ali, Myllan, Nói Síríus, 1944 Stjörnugrís og Íslandsnaut.
Matvöruverslun Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira