Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 23:41 Bæjaryfirvöld báðu lögreglu um að rannsaka málið og fólu ytri aðila að gera öryggisúttekt fyrir sundlaugina. Vísir/Vilhelm Fullorðinn einstaklingur slasaðist í sundlaug í Mosfelssbæ á dögunum og hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að lögregla rannsaki atvikið. Ytri aðila hefur verið falið að gera öryggisúttekt í votrýmum sundlaugarinnar. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að alvarlegt atvik hafi komið upp í Lágafellslaug á sunnudaginn sem varðar fullorðinn einstakling. Strax hafi verið hringt í viðbragðsaðila sem hafi komið skjótt á staðinn. Í fyrstu hafi málið litið út fyrir að vera hefðbundið slys en eftir að í ljós kom að atvikið reyndist alvarlegra en talið var í fyrstu hafi Mosfellsbær ákveðið að tilkynna það til lögreglu sem annist nú rannsókn þess. „Við höfum óskað eftir því að Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsaki málið í ljósi alvarleika þess,“ segir í svari Arnars. „Öryggi í almenningssundlaugum er mjög mikilvægt og ávallt efst á borði hjá sveitarfélögum og því eru flísar í votrýmum sundlauga ævinlega með mjög lágan hálkustuðul,“ bætir hann við. Auk þess að vísa málinu til rannsóknar lögreglu hafi bæjaryfirvöld falið ytri aðila að taka út öryggi í votrýmum Lágafellslaugar sem taki til gólfefna, lýsingar, þrifefna og hvers þess annars sem getur haft áhrif á öryggi sundlaugagesta. Úttektinni á að ljúka á næstu dögum en fram að því hafi vöktun starfsmanna á votrýmum verið aukin í varúðarskyni. RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir Hjördísi Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að málið sé komið á borð lögreglu en hún segir það á frumstigi. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að alvarlegt atvik hafi komið upp í Lágafellslaug á sunnudaginn sem varðar fullorðinn einstakling. Strax hafi verið hringt í viðbragðsaðila sem hafi komið skjótt á staðinn. Í fyrstu hafi málið litið út fyrir að vera hefðbundið slys en eftir að í ljós kom að atvikið reyndist alvarlegra en talið var í fyrstu hafi Mosfellsbær ákveðið að tilkynna það til lögreglu sem annist nú rannsókn þess. „Við höfum óskað eftir því að Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsaki málið í ljósi alvarleika þess,“ segir í svari Arnars. „Öryggi í almenningssundlaugum er mjög mikilvægt og ávallt efst á borði hjá sveitarfélögum og því eru flísar í votrýmum sundlauga ævinlega með mjög lágan hálkustuðul,“ bætir hann við. Auk þess að vísa málinu til rannsóknar lögreglu hafi bæjaryfirvöld falið ytri aðila að taka út öryggi í votrýmum Lágafellslaugar sem taki til gólfefna, lýsingar, þrifefna og hvers þess annars sem getur haft áhrif á öryggi sundlaugagesta. Úttektinni á að ljúka á næstu dögum en fram að því hafi vöktun starfsmanna á votrýmum verið aukin í varúðarskyni. RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir Hjördísi Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að málið sé komið á borð lögreglu en hún segir það á frumstigi. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira