Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2025 10:42 Tónleikagestir Dylans neyðast til að njóta augnabliksins. EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum. Tónleikaröðin Rough and Rowdy Ways, sem Dylan hefur ferðast með síðustu fjögur ár, heldur áfram síðar á árinu. Rokkarinn setur stefnuna á þrettán áfangastaði víðs vegar um Írland og Bretland. Aðdáendur verða þó að bíta í það súra epli að geta ekki birt myndefni af tónleikunum á samfélagsmiðla í rauntíma. Pyngjurnar sem um ræðir læsast sjálfkrafa þegar inn í tónleikasalinn er komið. EPA Í frétt Mirror um málið segir að símarnir verði ekki teknir af tónleikagestum, heldur verði þeim gert að koma þeim fyrir í svokölluðum Yondr-pyngjum, sem læsast sjálfkrafa þegar í tónleikasalinn er komið, en hægt er að opna þá á vissum svæðum utan rýmisins. „Við erum stolt af þeirri leið sem við höfum farið með því að halda tónleikunum símalausum til þess að varðveita þá nánd sem verður til þegar tónlist er í lifandi flutningi,“ hefur miðillinn eftir framkvæmdastjórn tónleikanna. Tónlist Samfélagsmiðlar Bretland Írland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónleikaröðin Rough and Rowdy Ways, sem Dylan hefur ferðast með síðustu fjögur ár, heldur áfram síðar á árinu. Rokkarinn setur stefnuna á þrettán áfangastaði víðs vegar um Írland og Bretland. Aðdáendur verða þó að bíta í það súra epli að geta ekki birt myndefni af tónleikunum á samfélagsmiðla í rauntíma. Pyngjurnar sem um ræðir læsast sjálfkrafa þegar inn í tónleikasalinn er komið. EPA Í frétt Mirror um málið segir að símarnir verði ekki teknir af tónleikagestum, heldur verði þeim gert að koma þeim fyrir í svokölluðum Yondr-pyngjum, sem læsast sjálfkrafa þegar í tónleikasalinn er komið, en hægt er að opna þá á vissum svæðum utan rýmisins. „Við erum stolt af þeirri leið sem við höfum farið með því að halda tónleikunum símalausum til þess að varðveita þá nánd sem verður til þegar tónlist er í lifandi flutningi,“ hefur miðillinn eftir framkvæmdastjórn tónleikanna.
Tónlist Samfélagsmiðlar Bretland Írland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira