Leik lokið: Sví­þjóð 4 - 1 Þýska­land | Úr­slita­leikur um efsta sætið

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Lina Hurtig skoraði síðasta mark Svía.
Lina Hurtig skoraði síðasta mark Svía. EPA-EFE/Peter Powell

Svíþjóð vann riðilinn sinn á EM kvenna í fótbolta eftir sigur gegn Þjóðverjum. Bæði lið fara áfram úr riðlinum, en það var ljóst fyrir leik.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn betur, en Jule Brand skoraði strax á sjöundu mínútu. Gamnið lifði ekki lengi þar sem Stina Blackstenius hafði jafnað leikinn fyrir Svíþjóð á 12. mínútu.

Hin 18 ára Smilla Holmberg kom svo Svíþjóð yfir á 25. mínútu en stærsta atvikið átti sér stað fljótlega eftir það.

Á 31. mínútu ver Carlotta Wamser leikmaður Þýskalands boltann með hendinni. Hún er ekki markvörður Þýskalands, og því fékk hún rautt spjald og Svíþjóð víti.

Fridolina Rolfö steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni.

Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri en Svíar bættu við fjórða markinu á 80. mínútu. Lina Hurtig skoraði það, en fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira