Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2025 16:30 Fjöldi fólks hefur minnst bræðranna fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool spilar á útivelli gegn Preston North End næsta sunnudag, fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins og fyrsta leikinn eftir óvænt andlát Diogo Jota og bróður hans, André Silva. Bræðurnir verða heiðraðir af báðum liðum fyrir leik og á meðan honum stendur. Diogo Jota, fyrrum leikmaður Liverpool, og bróðir hans André Silva létust í bílslysi á Spáni aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Mikið hefur eflaust reynt á leikmenn liðsins, sem fóru flestir í útför bræðranna síðustu helgi. Leikmenn Liverpool komu síðan saman til æfinga á þriðjudag en upprunalega áttu æfingar að hefjast síðasta föstudag, degi eftir andlát Portúgalans. Til skoðunar var að aflýsa fyrsta leik undirbúningstímabilsins í ljósi áfallsins en eftir viðræður Preston og Liverpool var ákveðið að leikurinn færi fram. Nú hefur Liverpool tilkynnt að minningarathöfn verði haldin áður en leikurinn á Deepdale leikvanginum hefst. Þar mun heimaliðið leggja blómakrans við stúku stuðningsmanna Liverpool. Þjóðlag Liverpool, You‘ll Never Walk Alone, verður síðan spilað áður en mínútuþögn verður haldin til minningar um bræðurna. Myndir og myndbönd af þeim verða spiluð á stórum skjá á meðan. Preston hefur einnig útbúið óhefðbundna leikskrá sem inniheldur falleg minningarorð um bræðurna. Bæði lið munu svo bera sorgarbönd á handleggnum á meðan leiknum stendur. Diogo Jota and Andre Silva will be commemorated with a number of tributes at our match against Preston North End.— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enn streyma þúsundir manna að Anfield, heimavelli Liverpool, á hverjum degi til að votta virðingu sína við bræðurna sem féllu frá. Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var einn þeirra sem lagði blómakrans á leiðið í dag. Steven Gerrard and members of his academy have paid tribute to Diogo and Andre at Anfield ❤️— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Diogo Jota, fyrrum leikmaður Liverpool, og bróðir hans André Silva létust í bílslysi á Spáni aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Mikið hefur eflaust reynt á leikmenn liðsins, sem fóru flestir í útför bræðranna síðustu helgi. Leikmenn Liverpool komu síðan saman til æfinga á þriðjudag en upprunalega áttu æfingar að hefjast síðasta föstudag, degi eftir andlát Portúgalans. Til skoðunar var að aflýsa fyrsta leik undirbúningstímabilsins í ljósi áfallsins en eftir viðræður Preston og Liverpool var ákveðið að leikurinn færi fram. Nú hefur Liverpool tilkynnt að minningarathöfn verði haldin áður en leikurinn á Deepdale leikvanginum hefst. Þar mun heimaliðið leggja blómakrans við stúku stuðningsmanna Liverpool. Þjóðlag Liverpool, You‘ll Never Walk Alone, verður síðan spilað áður en mínútuþögn verður haldin til minningar um bræðurna. Myndir og myndbönd af þeim verða spiluð á stórum skjá á meðan. Preston hefur einnig útbúið óhefðbundna leikskrá sem inniheldur falleg minningarorð um bræðurna. Bæði lið munu svo bera sorgarbönd á handleggnum á meðan leiknum stendur. Diogo Jota and Andre Silva will be commemorated with a number of tributes at our match against Preston North End.— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enn streyma þúsundir manna að Anfield, heimavelli Liverpool, á hverjum degi til að votta virðingu sína við bræðurna sem féllu frá. Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var einn þeirra sem lagði blómakrans á leiðið í dag. Steven Gerrard and members of his academy have paid tribute to Diogo and Andre at Anfield ❤️— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira