Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 19:17 Hin 25 ára Radhika Yadav var efnileg tenniskona fyrir nokkrum árum en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsli og stofnaði þá tennisakademíu. Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu. Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu.
Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira