Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 20:05 Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, Gísli Rúnar Gylfason spilar og syngur fyrir gesti laugarinnar reglulega og vekur alltaf jafn mikla lukku þegar hann mætir með gítarinn á sundlaugarsvæðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið. Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða Akureyri Menning Sundlaugar og baðlón Grín og gaman Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða
Akureyri Menning Sundlaugar og baðlón Grín og gaman Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira