Fótbolti

Topp­lið ÍR tapaði þremur mikil­vægum stigum

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik ÍR og HK í kvöld
Úr leik ÍR og HK í kvöld Vísir/ÓskarÓ

Topplið ÍR í Lengjudeild karla tapaði mikilvægum stigum í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn HK 1-2.

Gestirnir úr Kópavogi komust í 0-2 með tveimur mörkum frá Degi Orra Garðarsyni en Guðjón Máni Magnússon lagaði stöðuna til rétt fyrir leikslok. Mikilvægur sigur fyrir HK sem minnkar forskot ÍR á toppnum í eitt stig.

Botnlið Selfoss tók á móti Fylki og fór með afar mikilvægan 3-1 sigur af hólmi sem lyftir liðinu úr fallsæti en Selfoss jafnar Fylki að stigum með þessum sigri en heimamenn komust úr 3-0 eftir rúmlega hálftíma leik.

Þá tóku Þróttarar á móti Keflvíkingum í miklum markaleik en lokatölur leiksins urðu 3-2.

Í fyrsta leik kvöldsins sem hófst klukkan 18:30 unnu Grindvíkingar 2-3 sigur á Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×