Telja jákvæðu skrefin of fá Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 13:16 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, eru meðal fulltrúa sem sitja í stjórn Samtaka Ssjávarútvegssveitarfélaga. Samsett Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar. Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni. Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni.
Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda