Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2025 13:17 Sigurjón er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira