Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 16:50 Meðal þingmanna sem krefjast svara eru Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Samsett Starfsmenn þingflokks Flokks fólksins óskuðu eftir upplýsingum um tilurð 71. greinar þingskapalaga og hvenær ákvæðinu hefði verið beitt og barst minnisblað frá skrifstofu Alþingi tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjöldin hófst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól Alþingis í dag til að krefjast svara. „Það hafa margir haft grun um að hér hafi verið leikrit undanfarið og margir hafa telja að það hafi byrjað nýlega,“ segir Bergþór Ólason í ræðustól á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Bergþór ræðir síðan minnisblað sem, líkt og RÚV greindi frá, Flokkur fólksins óskaði eftir um áhrif þess að beita 71. grein þingskapalaganna og hvernig nota mætti það. Minnisblaðið, sem útbúið var af skrifstofu Alþingis, er dagsett 7. maí eða tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldið hófst. „Væntanlega hefur minnisblaðið verið afhent á öðrum degi svo beðið hefur verið um það strax á fyrsta degi umræðunnar. Það er að teiknast upp sú mynd hér á Alþingi Íslendinga að hér hafi verið leikrit í gangi í þessu máli frá fyrsta degi. Ég taldi stöðuna vera slæma hér í þinginu, sennilega aldrei verri allaveganna í seinni tíma sögu eftir gærdaginn,“ segir hann. Hann óskar eftir því að forseti Alþingis athugi með hvaða hætti það atvikaðist að minnisblaðið hafi verið útbúið. „Þetta eru algjörlega nýjar upplýsingar um meðferð þessa máls.“ Dapurleg vinnubrögð, verkleysi og hauslausir hlaupandi þingmenn Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, tók undir beiðni Bergþórs auk Ingibjargar Davíðsdóttur, þingmanni Miðflokksins. „Enn eru þingstörfin hér undir algjöru verkleysi. Hér hefur þingmönnum verið haldið inni í þinghúsi síðan klukkan tíu í morgun án þess að nokkuð bóli á lokum þessa þingfundar. Svo virðist sem menn hlaupi hér um hauslausir hver um sig annan,“ sagði Sigríður. „Ég tek undir ábendingu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar varðandi það sem er núna í fjölmiðlum um að Flokkur fólksins hafi verið að undirbúa beitingu 71. greinar þingskapalaga frá því í byrjun maí.“ „Hvenær var óskað eftir þessu minnisblaði vegna þess að það var afhent tveimur dögum eftir að umræður um veiðigjöldin, eða veiðiskattinn, hófust?“ spurði Ingibjörg. Þá sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, það dapurlegt að verða vitni að vinnubrögðum meirihluta þingsins. „Mig langar að taka undir orðum kollega minna hér, háttvirta þingmanna, sem hafa hér óskað eftir svörum vegna aðdraganda þessa minnisblaðs þegar við hér í stjórnarandstöðunni höfum verið að taka þátt í, það er við teljum, mikilvægri umræðu hér á Alþingi, um mál sem skiptir okkur máli,“ sagði Diljá. „Við þurfum að fá svar við þessu.“ „Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins“ Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir starfsmenn flokksins hafa óskað eftir minnisblaðinu. „Það upplýsist hér með að það voru löglærðir starfsmenn flokksins sem sendu beiðni um minnisblað varðandi 71. greinina. Auðvitað ekkert óeðlilegt við það að starfsmenn þingflokksins vilji kynna sér betur þingskapalög og fá allar upplýsingar ef þeir óska eftir því,“ sagði hann. „Að koma svo hér upp og gera því skóna að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að hér var sett Íslandsmet í fyrstu umræðu um málið, Íslandsmet í málþófi, haldnar hér um þrjú þúsund ræður, er náttúrulega ótrúlegt.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók einnig til máls og tók undir orð Ragnars Þórs. „Ég ætla fá að ítreka orð háttvirts þingmanns Ragnars Þórs Ingólfssonar sem er búið að fullupplýsa um þetta mál. Hér stendur fólk í pontu hreinskilið, eðlilega, því það er það eina sem er hægt að gera í pontu,“ sagði hún. Ragnar Þór steig aftur í pontu seinna til að gera grein fyrir málsatvikum. „Enn og aftur koma þingmenn hér upp og gera því skóna að beiðni starfsmanna þingflokks Flokks fólksins séu helsta ástæða þess að hér hafi verið sett Íslandsmet í málþófi. Hér var þinginu var haldið í gíslingu. Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins, mikil eru áhrif og völd að hér voru haldnar tæplega 3500 ræður og hér vill stjórnarandstaðan ekki klára þinglokasamninga.“ Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að óskað hefði verið eftir upplýsingum um 71. greinina tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Hið rétta er að minnisblaðið barst þann dag. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
„Það hafa margir haft grun um að hér hafi verið leikrit undanfarið og margir hafa telja að það hafi byrjað nýlega,“ segir Bergþór Ólason í ræðustól á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Bergþór ræðir síðan minnisblað sem, líkt og RÚV greindi frá, Flokkur fólksins óskaði eftir um áhrif þess að beita 71. grein þingskapalaganna og hvernig nota mætti það. Minnisblaðið, sem útbúið var af skrifstofu Alþingis, er dagsett 7. maí eða tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldið hófst. „Væntanlega hefur minnisblaðið verið afhent á öðrum degi svo beðið hefur verið um það strax á fyrsta degi umræðunnar. Það er að teiknast upp sú mynd hér á Alþingi Íslendinga að hér hafi verið leikrit í gangi í þessu máli frá fyrsta degi. Ég taldi stöðuna vera slæma hér í þinginu, sennilega aldrei verri allaveganna í seinni tíma sögu eftir gærdaginn,“ segir hann. Hann óskar eftir því að forseti Alþingis athugi með hvaða hætti það atvikaðist að minnisblaðið hafi verið útbúið. „Þetta eru algjörlega nýjar upplýsingar um meðferð þessa máls.“ Dapurleg vinnubrögð, verkleysi og hauslausir hlaupandi þingmenn Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, tók undir beiðni Bergþórs auk Ingibjargar Davíðsdóttur, þingmanni Miðflokksins. „Enn eru þingstörfin hér undir algjöru verkleysi. Hér hefur þingmönnum verið haldið inni í þinghúsi síðan klukkan tíu í morgun án þess að nokkuð bóli á lokum þessa þingfundar. Svo virðist sem menn hlaupi hér um hauslausir hver um sig annan,“ sagði Sigríður. „Ég tek undir ábendingu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar varðandi það sem er núna í fjölmiðlum um að Flokkur fólksins hafi verið að undirbúa beitingu 71. greinar þingskapalaga frá því í byrjun maí.“ „Hvenær var óskað eftir þessu minnisblaði vegna þess að það var afhent tveimur dögum eftir að umræður um veiðigjöldin, eða veiðiskattinn, hófust?“ spurði Ingibjörg. Þá sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, það dapurlegt að verða vitni að vinnubrögðum meirihluta þingsins. „Mig langar að taka undir orðum kollega minna hér, háttvirta þingmanna, sem hafa hér óskað eftir svörum vegna aðdraganda þessa minnisblaðs þegar við hér í stjórnarandstöðunni höfum verið að taka þátt í, það er við teljum, mikilvægri umræðu hér á Alþingi, um mál sem skiptir okkur máli,“ sagði Diljá. „Við þurfum að fá svar við þessu.“ „Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins“ Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir starfsmenn flokksins hafa óskað eftir minnisblaðinu. „Það upplýsist hér með að það voru löglærðir starfsmenn flokksins sem sendu beiðni um minnisblað varðandi 71. greinina. Auðvitað ekkert óeðlilegt við það að starfsmenn þingflokksins vilji kynna sér betur þingskapalög og fá allar upplýsingar ef þeir óska eftir því,“ sagði hann. „Að koma svo hér upp og gera því skóna að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að hér var sett Íslandsmet í fyrstu umræðu um málið, Íslandsmet í málþófi, haldnar hér um þrjú þúsund ræður, er náttúrulega ótrúlegt.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók einnig til máls og tók undir orð Ragnars Þórs. „Ég ætla fá að ítreka orð háttvirts þingmanns Ragnars Þórs Ingólfssonar sem er búið að fullupplýsa um þetta mál. Hér stendur fólk í pontu hreinskilið, eðlilega, því það er það eina sem er hægt að gera í pontu,“ sagði hún. Ragnar Þór steig aftur í pontu seinna til að gera grein fyrir málsatvikum. „Enn og aftur koma þingmenn hér upp og gera því skóna að beiðni starfsmanna þingflokks Flokks fólksins séu helsta ástæða þess að hér hafi verið sett Íslandsmet í málþófi. Hér var þinginu var haldið í gíslingu. Mikil eru áhrif og völd starfsmanna Flokks fólksins, mikil eru áhrif og völd að hér voru haldnar tæplega 3500 ræður og hér vill stjórnarandstaðan ekki klára þinglokasamninga.“ Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að óskað hefði verið eftir upplýsingum um 71. greinina tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Hið rétta er að minnisblaðið barst þann dag.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira