Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar 12. júlí 2025 17:31 Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílpróf Börn og uppeldi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Grunnskólar eru skyldugir að nota sex stiga bókstafakvarða við lok 10. bekkjar. Að öðru leyti hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um hvaða tákn þeir nota. Eftir sem áður hefur borið mjög á þeirri gagnrýni að bókstafakvarðinn sé ónákvæmur og illskiljanlegur. Því er jafnvel haldið fram að fá þrep kvarðans stuðli að meðalmennsku og metnaðarleysi. En ef svo er: Hvers vegna sprettur ekki fram krafa um einkunnir á breiðari skala við lok ökuskólans? Frá sjónarhóli nemandans tengist svarið vafalaust áhuga. Nemandinn hefur sjálfur valið að öðlast bílpróf og fær þann tíma sem hann þarf til að ná settu marki. Námið snýst ekki um að ná tiltekinni einkunn heldur til að öðlast eftirsóknarverða hæfni og réttindi. Frá sjónarhóli fullorðinna ætla ég að kasta fram þeirri tilgátu að ef til vill spili traust þar inn í. Fólk þekkir vel hvaða hæfni er að baki bílprófinu og tekur jafnvel virkan þátt í ökunáminu með æfingaakstri. Foreldrar geta því lýst náminu og leiðbeint nemandanum. Þannig á það að vera. Tengslin milli einkunnar og hæfniviðmiða eru skýr. Spurningin hvað fékkstu í einkunn er því óþörf. Í umræðu um einkunnir við lok 10. bekkjar hafa skilin milli framhaldsskóla og grunnskóla verið áberandi í umræðunni. Þar skiptir mestu máli að nemandinn geti treyst því námsmati sem fylgir honum úr grunnskóla og að hann fái nám við hæfi í viðtökuskólanum. Til þess þarf framhaldskólinn í raun bara að vita hvort nemandinn hafi náð hæfniviðmiðum 10. bekkjar eða hvort hann þurfi lengri tíma til að ná hæfninni. Slíkt námsmat kallar ekki á 10-100 stiga tölukvarða. Annað hvort þarf nemandinn meiri tíma eða getur fært sig á næsta þrep. Bókstafir, tölur, steinvölur, litir eða broskallar eru allt bara tákn, staðfesting á að nemandi hafi tiltekna hæfni og ef til vill upp að hvaða marki. Hvert tákn getur átt vel við á einum stað en ekki öðrum. Eftir sem áður er það í mínum huga algjört aukaatriði hvaða tákn við notum til að draga námsárangur saman á vitnisburðarblaði. Eða erum við öll sammála um hvað 6,5 þýðir? En mannfólkið á miðil sem nýtist því í öllum öðrum félagslegum aðstæðum: tungumálið sjálft. Engin tákn koma í stað blæbrigða orðanna. Tungumálið er besta aðferðin sem við eigum til að miðla upplýsingum og til að veita góða endurgjöf. Það er lykilatriði í öllu námi og námsmati að nemandi geti lýst eigin námi og hvernig það sé metið. Öll þessi framandi hugtök eins og hæfnikort, hæfniviðmið, matsviðmið, árangursviðmið, nú eða öll þessi gulu og grænu box í Mentor, eru skref í þá átt að miðla hæfni hvers nemanda í orðum og um leið veita nemandanum orðin til að lýsa eigin námi. Við ættum að gera sem mest af því að nota tungumálin og hafa það að markmiði að efla hæfni nemenda í að tjá sig um og leggja mat á eigið nám. Við foreldrar höfum þar ríkum skyldum að gegna. Það er okkar að fylgjast með námsframvindu frá upphafi skólaárs og leggja okkur fram um að skilja námsmat skólanna. Nám verður ekki bara til við skólaslit með táknum á vitnisburðarblaði heldur byggist það upp jafnt og þétt allt árið um kring. Þar sem okkur tekst að skapa uppbyggilegt, gagnrýnið og reglulegt samtal milli skóla, nemanda og heimilis ætti traustið að vaxa með gagnkvæmum skilningi á tengslum milli hæfninnar sem krafist er og námsmats. Svona eins og í bílprófinu. Spurningin hvað fékkst þú í einkunn verður óþörf. Hvaða einkunn fékkst þú annars á bílprófinu? Höfundur er faðir barna í grunnskóla og kennari.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun