Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 09:56 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra nafni Bandaríkjaforseta, Trump, í ræðustól á Alþingi í gær. Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla. Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla.
Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira