Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 09:56 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra nafni Bandaríkjaforseta, Trump, í ræðustól á Alþingi í gær. Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla. Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla.
Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira