Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 08:15 Lamine Yamal braut spænsk lög með því að ráða dverga til að skemmta í veislunni sinni. Getty/Sebastian Widmann Spænska undrabarnið Lamine Yamal hélt upp á átján ára afmælið sitt um helgina með glæsibrag en skemmtiatriðin í veislunni fóru fyrir brjóstið á mörgum. Nú hafa samtök smávaxins fólks á Spáni stigið fram og ákveðið að kvarta undan Yamal. Veislan var vissulega af stærri gerðinni, haldin út í sveit og enginn gestanna mátti taka með snjallsíma eða myndavélar. Það svindluðu þó einhverjir á þeirri reglu. Þarna mátti sjá fótboltastjörnur, poppstjörnur, töframenn, tröllkarla, áhrifavalda, lifandi tónlist og það vantaði ekkert upp á veitingar eða íburð. Vandamálið er að það fréttist af því að Yamal hafi ráðið dverga til þess að skemmta gestum. Það er ekki bannað en illa séð á Spáni. Marca segir frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Samtök smávaxins fólks á Spáni eru mjög ósátt með Yamal og gera athugasemd við þetta. Lögin banna ekki að nota fólk með fötlun til þess að skemmta en það er lítillækkandi og niðurlægjandi fyrir þau. Það kostaði fjörutíu þúsund evrur á viku að leigja húsið þar sem veislan fór fram eða tæpar sex milljónir. Ekki fylgir sögunni hvað hann borgaði dvergunum fyrir að skemmta. Yamal fékk líka margar flottar gjafir. Dóminíski söngvarinn El Alfa kom meðal annars færandi hendi í veisluna og gaf Yamal rándýrt hálsmen í afmælisgjöf. „Fjögur hundruð þúsund evrur um hálsinn á þér. Guð blessi þig. Til hamingju goðsögn,“ skrifaði tónlistarmaðurinn á samfélagsmiðla. Þetta var því hálsmen upp á 57 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Nú hafa samtök smávaxins fólks á Spáni stigið fram og ákveðið að kvarta undan Yamal. Veislan var vissulega af stærri gerðinni, haldin út í sveit og enginn gestanna mátti taka með snjallsíma eða myndavélar. Það svindluðu þó einhverjir á þeirri reglu. Þarna mátti sjá fótboltastjörnur, poppstjörnur, töframenn, tröllkarla, áhrifavalda, lifandi tónlist og það vantaði ekkert upp á veitingar eða íburð. Vandamálið er að það fréttist af því að Yamal hafi ráðið dverga til þess að skemmta gestum. Það er ekki bannað en illa séð á Spáni. Marca segir frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Samtök smávaxins fólks á Spáni eru mjög ósátt með Yamal og gera athugasemd við þetta. Lögin banna ekki að nota fólk með fötlun til þess að skemmta en það er lítillækkandi og niðurlægjandi fyrir þau. Það kostaði fjörutíu þúsund evrur á viku að leigja húsið þar sem veislan fór fram eða tæpar sex milljónir. Ekki fylgir sögunni hvað hann borgaði dvergunum fyrir að skemmta. Yamal fékk líka margar flottar gjafir. Dóminíski söngvarinn El Alfa kom meðal annars færandi hendi í veisluna og gaf Yamal rándýrt hálsmen í afmælisgjöf. „Fjögur hundruð þúsund evrur um hálsinn á þér. Guð blessi þig. Til hamingju goðsögn,“ skrifaði tónlistarmaðurinn á samfélagsmiðla. Þetta var því hálsmen upp á 57 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca)
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira