Innlent

Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítil­lega

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Byggt var yfir laugarkerið í Vesturbæjarlaug á meðan unnið er að múrviðgerðum á því.
Byggt var yfir laugarkerið í Vesturbæjarlaug á meðan unnið er að múrviðgerðum á því. Reykjavíkurborg

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. 

„Þetta er bara eins og gengur og gerist oft. Það hafa verið miklar framkvæmdir bæði úti og inni sem hafa verið að vinda upp á sig. En þetta er allt að smella saman,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir forstöðukona Vesturbæjarlaugar í samtali við fréttastofu.  

Vesturbæjarlaug var lokað 26. maí vegna viðhaldsframkvæmda og stóð til að opna aftur 23. júní. Um miðjan júní var opnun seinkað til 15. júlí eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Anna Kristín staðfestir að dyrnar verði opnaðar þann 19. júlí næstkomandi. 

„Vonandi fylgir góða veðrið með.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×