„Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 22:04 Notkun hugvíkkandi efna sem hluti af áfallameðferð hefur verið í umræðunni síðustu misserin. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku í geðrofsástandi eftir notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir um sömu efni að ræða og seld eru sem vímugjafar í partýum. Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent