Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 23:38 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent