Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 06:37 Það má ekki gleyma ferfætlingunum í hitanum. Getty Veðurstofa Íslands spáir 14 til 28 stiga hita á landinu í dag; hlýjast norðaustanlands en svalara í þokulofti. Matvælastofnun minnir fólk á að skilja hundinn ekki eftir í bílnum í hitanum. „Hægviðri eða hafgola í dag og víða bjartviðri, en sum staðar þokubakkar við norðurströndina og líkur á skúrum sunnantil í kvöld. Suðaustan 5-13 m/s á morgun, hvassast á Snæfellsnesi. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir sunnan- og vestanlands, en yfirleitt bjart á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir í veðurspá Veðurstofunnar sem birtist klukkan hálf fimm í morgun. Hlýr loftmassi liggur enn yfir landinu og mögulegt að hitamet haldi áfram að falla. Á sama tíma og mannfólkið grípur í vatnsbrúsann og sólarvörnina í hitanum vill Matvælastofnun minna á ferfætlingana og biðlar til fólks um að skilja hundinn ekki eftir í bílnum þegar svona viðrar. Á vef stofnunarinnar segir meðal annars að samkvæmt reglugerð um aðbúnað gæludýra megi hreinlega ekki skilja hund eftir í eða á flutningstæki án eftirlits ef hitastig í farartækinu getur farið yfir 25 stig. „Hitastig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt töluvert kaldara sé úti og gluggar séu opnir. Hundar, sér í lagi stuttnefja hundar, aldraðir og mjög ungir hundar, þola hita afar illa. Allir hundar geta verið í hættu að fá hitaslag ef hiti í rými er yfir 25°C og þeir geta ekki kælt sig. Geta þeir þá drepist á skömmum tíma og eru því miður dæmi um slíkt á Íslandi,“ segir á vef MAST. „Gætum vel að dýrunum okkar svo allir geti notið góðviðrisins.“ Hitinn á landinu klukkan 12 í dag.Veðurstofa Íslands Veður Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Hægviðri eða hafgola í dag og víða bjartviðri, en sum staðar þokubakkar við norðurströndina og líkur á skúrum sunnantil í kvöld. Suðaustan 5-13 m/s á morgun, hvassast á Snæfellsnesi. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir sunnan- og vestanlands, en yfirleitt bjart á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir í veðurspá Veðurstofunnar sem birtist klukkan hálf fimm í morgun. Hlýr loftmassi liggur enn yfir landinu og mögulegt að hitamet haldi áfram að falla. Á sama tíma og mannfólkið grípur í vatnsbrúsann og sólarvörnina í hitanum vill Matvælastofnun minna á ferfætlingana og biðlar til fólks um að skilja hundinn ekki eftir í bílnum þegar svona viðrar. Á vef stofnunarinnar segir meðal annars að samkvæmt reglugerð um aðbúnað gæludýra megi hreinlega ekki skilja hund eftir í eða á flutningstæki án eftirlits ef hitastig í farartækinu getur farið yfir 25 stig. „Hitastig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt töluvert kaldara sé úti og gluggar séu opnir. Hundar, sér í lagi stuttnefja hundar, aldraðir og mjög ungir hundar, þola hita afar illa. Allir hundar geta verið í hættu að fá hitaslag ef hiti í rými er yfir 25°C og þeir geta ekki kælt sig. Geta þeir þá drepist á skömmum tíma og eru því miður dæmi um slíkt á Íslandi,“ segir á vef MAST. „Gætum vel að dýrunum okkar svo allir geti notið góðviðrisins.“ Hitinn á landinu klukkan 12 í dag.Veðurstofa Íslands
Veður Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira