„Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2025 21:35 Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður Ferðafélags Íslands. Vísir/Bjarni Einn reynslumesti leiðsögumaður landsins hvetur Íslendinga til að hafa varann á þegar ferðast er innanlands í sumar í ljósi nýrrar tölfræði frá Ferðamálastofu um slys. Kappið eigið það til að bera fólk ofurliði. Ferðamálastofa birti á dögunum nýtt mælaborð yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru sem tengjast ferðamönnum og útivistarfólki. Þar eru tekin fyrir síðustu 25 ár og er miðað við atvik þar sem björgunarsveitir voru kallaðar út. Ferðamálastofa bendir á að skortur er á miðlægri og samræmdri skráningu á slysum ferðamanna hér á landi. Kappið beri fólk ofurliði Í heildina er um 839 atvik að ræða sem birtast á korti þar sem ákveðin svæði eru stærri eftir því hve mörg slys hafa orðið þar síðustu 25 ár. Eins og gefur að skilja eru flest slys á vinsælustu stöðunum. Til að mynda hafa 32 slys orðið á Langjökli, þrjátíu slys á Fimmvörðuhálsi og 25 við gosstöðvarnar á mun styttra tímabili. Einnig má nefna Gullfoss, nítján slys og Geysi, sextán slys og auðvitað Reynisfjöru, fimmtán slys, og enn fleiri slys í nágrenni. Þó er það í bakgarði höfuðborgarsvæðisins þar sem flest slysin verða en á Esjunni eru 34 slys skráð og 39 ef Móskarðshnúkar eru taldir með. Páll Ásgeir Ásgeirsson, einn reyndasti leiðsögumaður landsins, hvetur Íslendinga til að undirbúa sig vel fyrir fjallaferðir. Ekki sé hægt að kenna erlendum ferðamönnum um slysatíðnina. „Slysatíðnin lækkar ekki þessi ár sem að landið er lokað vegna Covid. Það er okkur holl áminning um það að Íslendingar sjálfir, þó þeir þekki landið sitt, eru ekkert síður líklegir til að koma sér í vandræði upp á fjöllum heldur en útlendingar. Þetta eru ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn upp í fjalli heldur erum við greinilega alveg fullfær um það sjálf. Þá er sennilega kappsemin mjög hættuleg. Maður þarf að sýna þá auðmýkt og sjálfum sér þá mildi að geta snúið við.“ Það sé betra að vera öruggur en drambsamur. „Ég hef oft hitt fólk á fáförnum stöðum á landinu sem er illa búið, veit ekkert hvar það er og hefur litla hugmynd um hvert það er að fara. Ég hef þá yfirleitt reynt að hjálpa því. Svona er þetta þegar að veðrið er gott þá göslast menn af stað, illa undirbúnir og þannig fara þeir sér að voða.“ Bregst fólk alltaf vel við þegar þú reynir að rétta fram hjálparhönd? „Nei nei. Það gerir það ekkert endilega en allt fer vel að lokum skulum við segja.“ Mikilvægt að vera í ull Páll lumar á góðum ráðum fyrir landsmenn á leið í ferðalag. „Ætli besta reglan sé ekki að vera aldrei einn á ferð. Þú átt alltaf að vera með einhverjum og þú þarft náttúrulega að geta lesið veðurspá þér til gagns. Svo þú getir búið þig að heiman í samræmi við veðurútlit. Og að geta kallað á hjálp erf eitthvað ber út af.“ Páll veitti einnig fréttamanni góð ráð en það má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef þú myndir sjá einhvern klæddan eins og mig upp á hálendi, hvernig myndirðu bregðast við? „Ég myndi spyrja þig; Áttu ekki betri skó en þetta? Þú lítur ekkert illa út en þú mættir vera í betri skóm og þú mættir vera í ull frekar en bómull. En ég sé að þú ert í þremur lögum, svo það er gott. Ég sé þó að þú ert í gallabuxum. Ég held að ég myndi senda þig heim aftur.“ Fjallamennska Ferðalög Ferðaþjónusta Björgunarsveitir Jöklar á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Ferðamálastofa birti á dögunum nýtt mælaborð yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru sem tengjast ferðamönnum og útivistarfólki. Þar eru tekin fyrir síðustu 25 ár og er miðað við atvik þar sem björgunarsveitir voru kallaðar út. Ferðamálastofa bendir á að skortur er á miðlægri og samræmdri skráningu á slysum ferðamanna hér á landi. Kappið beri fólk ofurliði Í heildina er um 839 atvik að ræða sem birtast á korti þar sem ákveðin svæði eru stærri eftir því hve mörg slys hafa orðið þar síðustu 25 ár. Eins og gefur að skilja eru flest slys á vinsælustu stöðunum. Til að mynda hafa 32 slys orðið á Langjökli, þrjátíu slys á Fimmvörðuhálsi og 25 við gosstöðvarnar á mun styttra tímabili. Einnig má nefna Gullfoss, nítján slys og Geysi, sextán slys og auðvitað Reynisfjöru, fimmtán slys, og enn fleiri slys í nágrenni. Þó er það í bakgarði höfuðborgarsvæðisins þar sem flest slysin verða en á Esjunni eru 34 slys skráð og 39 ef Móskarðshnúkar eru taldir með. Páll Ásgeir Ásgeirsson, einn reyndasti leiðsögumaður landsins, hvetur Íslendinga til að undirbúa sig vel fyrir fjallaferðir. Ekki sé hægt að kenna erlendum ferðamönnum um slysatíðnina. „Slysatíðnin lækkar ekki þessi ár sem að landið er lokað vegna Covid. Það er okkur holl áminning um það að Íslendingar sjálfir, þó þeir þekki landið sitt, eru ekkert síður líklegir til að koma sér í vandræði upp á fjöllum heldur en útlendingar. Þetta eru ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn upp í fjalli heldur erum við greinilega alveg fullfær um það sjálf. Þá er sennilega kappsemin mjög hættuleg. Maður þarf að sýna þá auðmýkt og sjálfum sér þá mildi að geta snúið við.“ Það sé betra að vera öruggur en drambsamur. „Ég hef oft hitt fólk á fáförnum stöðum á landinu sem er illa búið, veit ekkert hvar það er og hefur litla hugmynd um hvert það er að fara. Ég hef þá yfirleitt reynt að hjálpa því. Svona er þetta þegar að veðrið er gott þá göslast menn af stað, illa undirbúnir og þannig fara þeir sér að voða.“ Bregst fólk alltaf vel við þegar þú reynir að rétta fram hjálparhönd? „Nei nei. Það gerir það ekkert endilega en allt fer vel að lokum skulum við segja.“ Mikilvægt að vera í ull Páll lumar á góðum ráðum fyrir landsmenn á leið í ferðalag. „Ætli besta reglan sé ekki að vera aldrei einn á ferð. Þú átt alltaf að vera með einhverjum og þú þarft náttúrulega að geta lesið veðurspá þér til gagns. Svo þú getir búið þig að heiman í samræmi við veðurútlit. Og að geta kallað á hjálp erf eitthvað ber út af.“ Páll veitti einnig fréttamanni góð ráð en það má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef þú myndir sjá einhvern klæddan eins og mig upp á hálendi, hvernig myndirðu bregðast við? „Ég myndi spyrja þig; Áttu ekki betri skó en þetta? Þú lítur ekkert illa út en þú mættir vera í betri skóm og þú mættir vera í ull frekar en bómull. En ég sé að þú ert í þremur lögum, svo það er gott. Ég sé þó að þú ert í gallabuxum. Ég held að ég myndi senda þig heim aftur.“
Fjallamennska Ferðalög Ferðaþjónusta Björgunarsveitir Jöklar á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira