Fótbolti

Cifuentes tekur við Leicester

Siggeir Ævarsson skrifar
Marti Cifuentes hefur stýrt Queens Park Rangers síðustu tvö tímabil
Marti Cifuentes hefur stýrt Queens Park Rangers síðustu tvö tímabil Vísir/Getty

Forráðamenn Leicester City hafa fundið eftirmann Ruud van Nistelrooy til að stýra liðinu á komandi tímabili en það er Spánverjinn Marti Cifuentes sem fær það verkefni að reyna að koma liðinu á ný í úrvalsdeild.

Nistelrooy tók við stjórnartaumunum hjá Leicester í lok nóvember í fyrra en eftir ágæta byrjun fjaraði hratt undan gengi liðsins sem endaði í 18. sæti og féll úr ensku úrvalsdeildinni en liðið var þegar fallið þegar fimm leikir voru eftir. Þá setti liðið ansi vafasamt met þegar því mistókst að skora í níu heimaleikjum í röð.

Hinn spænski Cifuentes var við störf á Norðurlöndum 2018-2023, þar sem hann þjálfaði Sandeborg, Álaborg og Hammarby en 2023 tók hann við Queens Park Rangers svo að hann ætti að þekkja ágætlega til í ensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×