Fallegt og ekkert smágos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2025 06:39 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Vísir/RAX Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. „Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
„Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira