Lífið

Birta og Króli eiga von á dreng

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Birta greindi frá kyni barnsins á samfélagsmiðlum.
Birta greindi frá kyni barnsins á samfélagsmiðlum. Vísir/Samsett

Sviðslistaparið Birta Ásmundsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, eiga von á dreng.

Parið greindi frá því að þau ættu von á barni fyrir rúmum mánuði síðan en þau trúlofuðu sig í desember.

Birta greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau ættu von á dreng. Hún birtir mynd af samfestingi og mjög litlum loðskinsskóm ásamt ómskoðunarmyndum af Drengi litla Królasyni.

„Einn sætur stráksi takk fyrir,“ skrifar hún við myndina og bætir við að af myndunum að dæma sé lítill dansari á leiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.